NLSH - Vinnubúðir
29 Apr, 2024
Vinnubúðir fyrir Nýja landsspítala háskólasjúkrahús.
22 Apr, 2024
Vörðuskóli
Húseiningar , smáhýsi, einingahús
16 Apr, 2024
Við hlökkum til að sjá þig á Verk og vit 2024
21 Mar, 2024
Til hamingju Vestmannaeyjar !
20 Jul, 2023
Terra Einingar og Rauði krossinn á Íslandi munu á næstu dögum skrifa undir samstarfssamning er felur í sér styrk í formi húsnæðis undir starfssemi Ylju. Í verkefnið verða notaðar húseiningar frá Terra Einingum sem reistar verða fyrir Rauða krossinn undir samfélagsverkefni Rauða krossins sem ber nafnið Ylja.
14 Feb, 2023
Terra Einingar og Reykjavíkurborg hafa undirritað kaupsamning vegna byggingu skólahúsnæðis fyrir Reykjavíkurborg við Hagaskóla. Um er að ræða tveggja hæða um 1.800 fm. skólabyggingu sem reist verður við Hagaskóla í Reykjavík. Samningur milli aðila var undirritaður í kjölfar útboðs þar sem Terra Einingar voru hlutskarpastir. Einingarnar eru nú þegar komnar í framleiðslu og mun fyrsti hluti skólans koma til landsins um miðjan mars. Undanfarin ár hafa Terra Einingar reist fjöldann allan af skólum og leikskólum fyrir sveitarfélög. Áfram heldur sú starfsemi að stækka hjá fyrirtækinu. Í kjölfar þessa verkefnis er á döfinni að reisa að minnsta kosti tvo aðra leikskóla fyrir Reykjavíkurborg á þessu ári auk annarra skóla og leikskólaverkefna í öðrum sveitarfélögum.
02 Jan, 2023
Í nóvember 2022 reistu Terra Einingar viðbætur við leikskólana Urðarhól og Sólhvörf í Kópavogi. Um var að ræða tveggja deilda fullbúið leikskólahúsnæði með eldhúsaðstöðu, hvíldarrými ásamt fataherbergi og salernum. Mikið hefur fjölgað af börnum í hverfunum og því var þörf á auknu rými á meðan verið er að stækka núverandi leikskóla.
19 Dec, 2022
Nýi leikskólinn í Urriðaholti, Urriðaból verður opnaður í vikunni. Urriðaból er sex deilda leikskóli sem tekur 120 börn, en leikskólinn er reistur úr húseiningum frá Terra Einingum. Aðeins liðu tæpir fimm mánuðir frá því fyrsta skóflustungan var tekin, þann 5. maí sl., þar til leikskólinn tók til starfa. Í nóvember 2021 var einnig opnaður ungabarnaleikskóli á Vífilsstöðum, Mánahvoll, en hann er líka úr húseiningum frá Terra Einingum, þar sem Garðabær leigir eininingarhúsin af Terra Einingum og var leigusamningurinn gerður til sjö ára með kauprétti
Share by: