Viðskiptaskilmálar


Terra Einingar

Hringhellu 6,

221 Hafnarfjörður

Sími: 535-2550
Kennitala
: 711292-3309

Netfang: einingar@terra.is


Afhending vöru

Viðskiptavinir geta sótt vörur á athafnasvæði Terra Eininga Hringhellu 6 þegar starfsmaður Terra Eininga hefur staðfest að vara sé tilbúin til afhendingar. Terra Einingar geta einnig haft milligöngu um afhendingu á verkstað samkvæmt ósk viðskiptavina. Fulltrúi viðskiptavinar tekur á móti og leiðbeinir hvar eigi að afhenda vöru samkvæmt ósk hans. Reikningar fyrir kaupum á vörum eru gefnir út þegar staðfesting um að vara sé tilbúin hjá Terra Einingum. Ef um leigu er að ræða þá hefst leigusamningur frá þeim tíma sem viðskiptavini hefur verið tilkynnt um að hið leigða sé tilbúið til afhendingar hjá Terra Einingum.


Verð á vöru og sendingakostnaður

Allar vörur bera lögbundin virðisaukaskatt og ef ekkert er tekið fram í tilboði Terra Eininga skal gera ráð fyrir að 24% virðisaukaskattur bætist við tilboðsverð. Öll verð  verðbreytast í samræmi við þróun neysluvísitölu, miðast staða neysluvísitölu við dagsetningu tilboðs og verðbreytist samkvæmt henni í hverjum mánuði. Við kaup á vöru geta Terra Einingar farið fram á 20% inná borgun til staðfestingar á kaupum.


Skil á vöru

Terra Einingar taka ekki á móti notuðum vörum sem hafa verið seldar til viðskiptavinar nema sérstaklega um það sé samið. Ef um leiguvöru er að ræða þá við lok leigutíma eða ef leigusamningi er rift af einhverjum örsökum ber leigutaki allan kostnað við frágang og flutning á athafnasvæði Terra Eininga á höfuðborgarsvæðinu í eins góðu ásigkomnulagi sem miðast við eðlilega notkun. Ef skemmdir koma í ljós eftir skil á vöru áskilur Terra Einingar sér rétt til að lagfæra vöru á kostnað viðskiptavinar.


Gölluð vara

Sé vara gölluð eða ekki í því ástandi sem hún var seld ber Terra Einingar ábyrgð á því að bæta úr því á sinn kostnað. Að öðru leiti vísast til laga um neytendaábyrgð.


Ef um leigu er að ræða

Leigutaki annast á sinn kostnað allt eðlilegt viðhald hins leigða utan- jafnt sem innandyra. Leigutaki greiðir allan rekstrarkostnað vegna hins leigða þ.á.m. fyrir vatnnotkun, rafmagnskostnað, hitunarkostnað svo eitthvað sé nefnt. Leigutaki greiðir einnig opinber gjöld vegna hins leigða komi til þeirra. Leigutaka er skylt að fara í hvívetna með hið leigða á þann hátt sem samrýmist viðteknum venjum um umgengni. Eftirlitsmaður leigusala á, með hæfilegum fyrirvara, rétt til aðgangs að húsnæðinu til eftirlits. Eftirlitsmaður getur farið fram á úrbætur telji hann þörf á. Leigusali ber ekki ábyrgð á tjóni er kann að verða á eignum leigutaka í hinu leigða húsnæði vegna óhappa svo sem vegna fokskemmda, vatnstjóns, elds, reyks eða þess háttar. Leigutaka ber að fara varlega með eld í húsinu og gæta þess að ekki stafi hætta af rafleiðslum, vélum og  kann að verða fyrir fer annars eftir almennum reglum skaðbótaréttar.


Leigutaki ber ábyrgð gagnvart leigusala á tjóni á hinu leigða eftir almennum reglum skaðabótaréttar. Á sama hátt ber leigutaki ábyrgð á öllum þeim sem nota og ganga um hið leigða á hans vegum, svo sem starfsfólki hans og viðskiptavinum.


Vannefndir

Verði leigusamningur eða kaup á vöru vanefnd í verulegum atriðum og ekki bætt úr innan 30 daga frá sendingu skriflegrar áskorunar leigusala um úrbætur er leigusala heimilt að rifta samningi þessum. Greiðsludráttur greiðslna í 30 daga eftir eindaga telst til verulegrar vanefndar í þessum skilningi. Verði viðskiptavinur gjaldþrota, fær heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamninga eða árangurslaust fjárnám öðlast Terra Einingar rétt til að fella leigusamning úr gildi, frá þeim degi og endurheimta hið leigða á kostnað leigutaka.


Komi til þess að leigusamningi verði rift skal leigutaki bæta leigusala það beina tjón sem leiðir af vanefndnum hans. Sé leigusamningi rift samkvæmt framansögðu getur leigusali krafist útburðar leigutaka úr húsnæðinu. Leigusali á rétt á að fjarlægja vöru af verkstað og flytja á athafnasvæði sitt á höfuðborgarsvæðinu á kostnað leigutaka.


Trúnaður

Leigusali heitir leigutaka fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.


Lög og varnarþing

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.


Lánsviðskipti og greiðsluskilmálar:

Óski viðskiptavinur eftir að komast í lánsviðskipti hjá Terra Einingum mun Terra Einingar leggja mat á lánshæfni viðskiptavinarins, áður en til viðskipta kemur. Við mat á lánshæfni nýtir Terra Einingar sér m.a. áhættumatsgreiningu Credit Info hf sem byggir á greiðsluhegðun og opinberum skráningum um vanskil, ásamt fleiri atriðum. Greiðslufrestur í lánsviðskiptum eru 15 dagar, þ.e. eindagi reiknings er 15 dögum eftir útgáfudag. Dragist greiðsla fram yfir eindaga reiknast dráttarvextir frá útgáfudegi til greiðsludags en dragist greiðsla 5 daga eða meira fram yfir eindaga leggst auk þess á vanskilagjald. Dragist greiðsla meira en 35 daga fram yfir eindaga stöðvast öll þjónusta við viðskiptavin þar til greiðsla hefur borist. Langvinn vanskil geta síðan leitt til þess að gripið sé til löginnheimtuaðgerða með tilheyrandi kostnaði fyrir  viðskiptavin.


Share by: