Terra Einingar reisir 1800 fermetra skólabyggingu við Hagaskóla
feb. 14, 2023

Terra Einingar og Reykjavíkurborg hafa undirritað kaupsamning vegna byggingu skólahúsnæðis fyrir Reykjavíkurborg við Hagaskóla. Um er að ræða tveggja hæða um 1.800 fm. skólabyggingu sem reist verður við Hagaskóla í Reykjavík.


Samningur milli aðila var undirritaður í kjölfar útboðs þar sem Terra Einingar voru hlutskarpastir. Einingarnar eru nú þegar komnar í framleiðslu og mun fyrsti hluti skólans koma til landsins um miðjan mars.

Undanfarin ár hafa Terra Einingar reist fjöldann allan af skólum og leikskólum fyrir sveitarfélög. Áfram heldur sú starfsemi að stækka hjá fyrirtækinu.

Í kjölfar þessa verkefnis er á döfinni að reisa að minnsta kosti tvo aðra leikskóla fyrir Reykjavíkurborg á þessu ári auk annarra skóla og leikskólaverkefna í öðrum sveitarfélögum.




Frá undirritun samnings: Fannar Örn Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Terra Eininga og Jón Valgeir Björnsson frá Eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar.



NLSH - Vinnubúðir
29 Apr, 2024
Vinnubúðir fyrir Nýja landsspítala háskólasjúkrahús.
22 Apr, 2024
Vörðuskóli
Share by: