Viðbætur við tvo leikskóla í Kópavogi
jan. 02, 2023

Í nóvember 2022 reistu Terra Einingar viðbætur við leikskólana Urðarhól og Sólhvörf í Kópavogi. Um var að ræða tveggja deilda fullbúið leikskólahúsnæði með eldhúsaðstöðu, hvíldarrými ásamt fataherbergi og salernum. Mikið hefur fjölgað af börnum í hverfunum og því var þörf á auknu rými á meðan verið er að stækka núverandi leikskóla.

Fullbúin einingahús sett saman á staðnum

Húsin eru sett saman úr 5 einingum sem mynda 135 m2 kjarna. Húsin eru hönnuð samkvæmt óskum Kópavogsbæjar, fullbúin öllum hreinlætistækjum, innréttingum, gólfefnum, fatahólfum ásamt niðurhengdum loftum með lýsingu. Einnig var settur gólfhiti í öll rými sem gerir hlýleika og leikur barna á gólfunum mjög notalegur.


Uppsetning einföld

Húsnæðin voru reist á lóð núverandi leikskóla svo samnýting á útisvæði barna sé fullnýtt. Einnig auðveldar það mjög aðfangakeðju innan leikskólanna. Fullfrágengið húsnæðið var tilbúið til notkunar 3 vikum eftir að verkefni hófst á staðnum. Bjart og hlýlegt húsnæði sem rúmar 2 deildir leikskólanna sem mikil ánægja er með.

NLSH - Vinnubúðir
29 Apr, 2024
Vinnubúðir fyrir Nýja landsspítala háskólasjúkrahús.
22 Apr, 2024
Vörðuskóli
Share by: