Færanlegar kennslustofur rísa við Menntaskólann við Sund
22. september 2025

Færanlegar kennslustofur rísa við Menntaskólann við Sund

Vegna viðhaldsframkvæmda við húsnæði Menntaskólans við Sund (MS) er verið að setja upp tímabundna skólabyggingu á lóð skólans. Byggingin samanstendur af 23 sérsmíðuðum húeiningum sem tengjast í heildstæða lausn fyrir kennslu,.

Stærðir eininga.

  • 12 stk. – 7.000 × 2.990 × 3.330 mm (IH 2.800 mm)
  • 8 stk. – 6.058 × 2.990 × 3.330 mm (IH 2.800 mm)
  • 1 stk. – 5.840 × 2.438 × 3.330 mm (IH 2.800 mm)
  • 1 stk. – 9.896 × 2.438 × 3.330 mm (IH 2.800 mm)
  • 1 stk. – 10.005 × 2.438 × 3.330 mm (IH 2.800 mm)


Tæknilegar forsendur.

Húsin eru hönnuð fyrir 36 m/s vindálag og uppfylla kröfur um einangrun og burðarþol við íslenskar aðstæður.

  • Einangrun: 220 mm í þaki, 160 mm í ytri veggjum og 160 mm í gólfi (A1 steinull).

  • U-gildi: ≤ 0,17 W/m²K fyrir þök og ≤ 0,23 W/m²K fyrir útveggi.

  • Eldvarnir: Veggir og loft í EI30/EI60 þar sem við á; niðurhengt loft í brunaflokki A1 (AMF TOPIQ Prime).

  • Gólf: PVC-dúkur; hönnun miðast við 3,5 kN/m² gólfálag.


Framkvæmdin tryggir öruggt og sveigjanlegt húsnæði fyrir skólastarf meðan á endurbótum stendur.

Að lokum viljum við þakka Smákrönum ehf. kærlega  fyrir frábært samstarf við verkefnið.

 

Viðbætur við Sjálandsskóla.
21. ágúst 2025
Sérhannaðar húseiningar
7. apríl 2025
Salerniskjarni rís við Skógafoss