Viðbætur við Sjálandsskóla.
21. ágúst 2025

Viðbætur við Sjálandsskóla.

Við erum um þessar mundir að reisa skólabyggingu við Sjálandsskóla í Garðabæ en byggingin saman stendur af tuttugu sérhönnuðum húseiningum.

Einingunum er raðað saman í rými sem hentar frábærlega undir skólastarfsemi en þær koma í mismunandi stærðum:

  • 7.5 x 3 x 3,33 m
  • 10 x 3 x 3,33 m
  • 11 x 3 x 3,33 m

Lofthæð húseininganna er 3.3 metrar og innri lofthæðin er 2.8 m. Einangrunargildin eru 220/160/160 mm (þak, veggir, golf).

Sérhannaðar húseiningar eru framleiddar innanhúss við bestu mögulegu skilyrði hverju sinni, með áherslu á fullnægjandi orkunýtingu (GEG) og sjálfbærni.


Kostir húseininga okkar eru :

1. Minnka byggingarkostnað.

2. Styttir framkvæmdartíma.

3. Aukin sjálfbærni og auðvelt að endurnýta byggingarnar og færa þær til - Sveigjanlegar lausnir.

4. Húseiningarnar þola vel íslenskt veðurfar.

5. Viðhaldskostnaður mun ódýrari en hefðbundnar byggingar.

 

Við viljum þakka Smákranar ehf. fyrir ánægjulegt samstarf og til hamingju Garðbæingar með nýju skólabygginguna.



7. apríl 2025
Salerniskjarni rís við Skógafoss
Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði
1. nóvember 2024
Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði