Fossvogsskóli

Vorið 2021 kom í ljós að það þurfti að loka Fossvogsskóla vegna myglu. Reykjavíkurborg vantaði húsnæði til bráðabirgða fyrir starfsemi skólans með litlum fyrirvara. Við áttum tilbúnar einingar sem höfðu verið ætlaðar Covid spítala í Kólumbíu. Þær einingar voru fluttar til Íslands og þar sáu fagmenn Terra Eininga um að að breyta þeim í skólastofur. Þessari lausn var því hægt að ljúka hratt og örugglega og hefur hún vakið almenna ánægju.

Share by: