Salerniskjarni rís við Skógafoss
Nú á dögunum reistum við 72.fermetra salerniskjarna við
Skógafoss og það verkefni kom virkilega vel út. Einingarnar eru sérsmíðaðar úr stáli og koma í stærðum 8 x 3,2 m ( 2.stk) og 6,415 m x 3,2 m (1.stk). Einnig hefur verið bætt við þaki á húsið sem er grænþakalausn sem eykur veðurþol, veitir möguleka á gróðurþekju ofan á húsinu og gerir ásýndina glæsilegri. Hönnun, útfærsla og uppsetning hússins var í höndum sérfræðinga Terra Eininga og með samstarfsaðilum varð útkoman eins glæsileg og raun ber vitni. Verkkaupi kemur svo til með að byggja pall utan við einingarnar svo aðgengi verður með besta móti fyrir ferðalanga á komandi sumri. Terra Einingar óska Rangárþingi til hamingju með húsið og þakka farsælt samstarf.





